×

„The 3 Color World“ er nú orðin „Náttúruleg persónuleg uppbygging“.

Læra meira…

Gjafakönnun

Að uppgötva náðargjafir þínar er ein mikilvægasta uppgötvun þín á ævinni. Uppgötvun þeirra er á meðal mikilvægustu skrefa sem þú getur tekið til að þekkja tilgang þinn og köllun í þessum heimi. Gjafakönnunin mun hjálpa þér til að taka það skref.

Taka könnuninaHvað mun hún segja mér?

Hvað kostar hún?

Hvernig byrja ég á henni?

Hvernig get ég notað hana fyrir heilan hóp af fólki?
Hvað mun hún segja mér?

Persónulega gjafagreiningin mun…

...birta þá þætti umbreytingar lífs sem gjafir þínar tengjast helst. Hvort sem það væri á sviði þróandi gjafa (grænt) deilandi gjafa (rautt) eða endurnýjandi gjafa (blátt).

...láta þig hafa útskýringar, biblíutilvitnanir, hugsanleg verkefni og um hættur og ráð fyrir þjálfun á þrem sterkustu gjöfum þínum. Hún mun einnig benda þér á nokkrar duldar gjafir sem þú kannt að búa yfir. Gjafir sem, með einhverjum frekari könnunum, tilraunum og blessun Guðs, kunna að eflast í lífi þínu í framtíðinni.

...sýna allt gjafaflæði þitt á sviði gjafanna 30 sem metnar eru. Þetta lýkur alveg upp þinni einstöku gjafablöndu.

...benda þér á þjónustuköllun þína og tilgang lífs þíns á grundvelli sérstakrar gjafablöndu þinnar.
Hvað kostar hún?

Eins og allar Þrílita heims kannanir, kostar Gjafakönnunin eitt Þrílita heims aðgangsmerki. Verð á aðgangsmerkjum
Hvernig byrja ég á henni?

Að taka Gjafakönnunina felur í sér að þú svarar spurningalista um reynslu þína af þjónustu og langanir á því sviði og biður einnig hóp af fólki að senda inn, nafnlaust, mat sitt á sérstökum hæfileikum þínum. Þetta þurfa ekki að vera fleiri en tveir en geta verið allir þeir sem þú vilt að eigi hlutdeild í uppgötvunarferli þínu. Hvert þeirra fær netbréf frá þessari netsíðu með leiðbeiningum um hvernig eigi að svara könnuninni og upplýsingar um að trúnaðar verði gætt um svör þeirra. Þetta tekur þau um 5 mínútur.
Hvernig get ég notað hana fyrir heilan hóp af fólki?

Hér eru leiðbeiningarnar, skref fyrir skref um að gera hópi fólks kleift að taka Gjafakönnunina, þar með talið að meta heild gjafanna með hjálp hópgjafagreiningar.
Að uppgötva gjafir þínar og hugfesta svið þeirra, mun breyta framvindu lífs þíns og auðga líf þeirra sem eru í kringum þig.

Framkvæma hana núna!

Taka könnunina